Sundlaugar eru fyrir okkur öll!


Flosalaug
að Svínafelli í Öræfum

Krülland hringlaga einingasundlaug - 12,5 m í þvermál
hituð með HOVAL CV2 sorporkuvél
.ynd: Vígsla Flosalaugar

Flosalaug að Svínafelli - laugin er hringlaga, 12,5 m að þvermáli
Myndin var tekin við vígsluathöfnina í júní 1994.

Flosi hf rekur sundlaug að Svínafelli í Öræfum, sem opin er fyrir almenning yfir sumarmánuðina. Sundlaugin er hituð með endurunninni orku frá HOVAL sorporkustöð. Á ferðavertíðinni 1994 - fyrsta ári verkefnisins í rekstri - komu 6000 gestir í Flosalaug. Búist er við 10.000 gestum á vertíðinni 1995.

Sorporkustöðin að Svínafelli er staðsett í aflögðu loðdýrahúsi - um 150 m frá sundlauginni. Nærmynd af reykháfnum (tekin meðan brennsla er í fullum gangi) sýnir að reykur frá sorporkuvélinni er ekki sjáanlegur.

Brennu-Flosi hf safnar úrganginum og sér um brennsluna. Flosi hf kaupir orkuna og rekur sundlaugina, ásamt tjaldstæði og öðrum útivistarþáttum sem henni tengjast. Verkefnið eflir mjög ferðaþjónustu í Öræfasveit og setur að öðru leyti mikinn svip á allt félagslíf byggðarlagsins. Vor og haust er sundlaugin notuð til kennslu. Viðfest kerfisrit sýnir hvernig sorporkustöðin er tengd við sundlaugina.

Athyglivert er hvernig Brennu-Flosi hf hefir leyst söfnunarvandann - nefnilega, með jeppakerru. Hefir þessi aðferð sannað ágæti sitt, jafnt vetur sem sumar.

Sorporkustöðin fargar úrgangi frá heimilum í byggðarlaginu árið um kring og almennum úrgangi (frá ferðaþjónustu) frá Þjóðgarðinum í Skaftafelli yfir ferðavertíðina.

Stöplaritið sýnir hvernig úrgangur berst að Svínafelli. Grái flöturinn táknar ört rotnandi úrgang, sem brenna verður jafnóðum. Ljósgráu fletirnir sýna tregrotnandi úrgang, sem hægt er að safna og brenna þegar þörfin er mest (svart). Veljið stöplaritið til að sjá það í fullri stærð.

Verkefnið er hannað fyrir gernýtingu allrar framleiddrar orku til upphitunar á sundlauginni og baðvatni fyrir hana. Eðli málsins samkvæmt fellur mesta úrgangsframleiðslan saman við hitunarþörfina (stöplarit).

Mötun (til vinstri) og öskutaka (til hægri)

HOVAL CV2 sorporkuvélin vinnur í 24 klukkustunda áföngum. Ferlið hefst að morgni með því að askan er tekin og sett er í vélina; síðan er kveikt. Taka morgunverkin um eina klukkustund. Vélarinnar er vitjað tvisvar til þrisvar sinnum á dag með þriggja klukkustunda millibili til að bæta á og tekur hver vitjun um 20 mínútur. Því tekur þjónusta við vélina alls um tvær klukkustundir á dag, samtals um einn-fjórða úr ársverki. Sjálf brennslan varir í 10 til 16 klukkustundir eftir því hversu mikið er matað og er alsjálfvirk. Það sem eftir lifir sólarhringsins er vélin látin kólna áður en askan er tekin og kveikt er upp á ný. Heildarmagnið fer eftir hitagildi og öskuinnihaldi úrgangsins. Förgunarafköstin nema 500 kg/dag.

Verðskulduð afslöppun eftir langan vinnudag.

Jafnframt því að vera í ört vaxandi mæli vinsæll og velkominn áfangastaður á leið ferðalanga um Suðurland er Flosalaug sannkallað þjóðþrifafyrirtæki, því hún heldur Þjóðgarðinum í Skaftafelli þriflegum á hagkvæman hátt.

Sundlaugar eru fyrir okkur öll!

Ingvar Nielsson
Glósalir 7, íbúð 704 - 201 Kópavogur

Skriðborð: 5622524 - myndsími: 5621592
brjóstvasi: 8961892 - tölvupóstur: ingvar@ingvar.is

Til baka á heimasíðu

Síðast uppfært: Tuesday 20/3/07 9:07